Forsíða Lífið Rósa vill þakka frábæru ljósmæðrunum sem sáu um dóttur hennar – Það...

Rósa vill þakka frábæru ljósmæðrunum sem sáu um dóttur hennar – Það var erfitt að horfa upp á sársaukann án þeirra!

Rósa Björg Helgadóttir – mynd af Facebook

Hún Rósa Björg Helgadóttir skrifaði Facebook færslu í dag til að minna okkur á ótrúlegu ljósmæðurnar hér á Íslandi og reyndar alls staðar í heiminum. Þetta er það sem hún skrifaði:

,,Í flest öllum samfélögum eru konur sem kalllast ljósmæður. Læknar eru oft undrandi á köllun ljósmæðra sem þeir kalla svo.

Ljósmæður taka á móti börnum inn í heiminn, inn í ljósið og gera fæðinguna bærilega fyrir mæður sem oftast ganga í gegn um mikinn sársauka í fæðingunni.

Í gærmorgun fórum við hjónin með dóttur mína og tengdason hann Óskar upp á fæðingardeild. Berglind dóttirin var mjög kvalin þótt barnið væri númer 3. Ég var frekar miður mín að að horfa upp á sársauka dóttur minnar og geta lítið gert til að lina þær kvalir. Ég hugsaði um að nú þyrfti hún að eyða öllum deginum í hríðarmóki.

Á fæðingardeildinni tóku frábærar ljósmæður á móti henni sem kunnu sitt fag og voru örugglega líka með köllun eins og barnalæknir einn minntist á við mig í nærri forundrun.Rúmum klukkutíma síðar hringdi tengdasonurinn í mig til að segja mér að lítil stúlka væri fædd og móður og barni heilsaðist vel.Barnið kom í heiminn í vatni.

Ég segi þessa litlu sögu til að minna á hinar ótrúlegu ljósmæður sem taka á móti íslenskum börnum og einnig ljósmæður annarra landa sem gera það sama. Í íslenskri tungu eigum við fallega nafngift fyrir konur semsagt konur ljóssins, ljósmæður.“

Góð áminning fyrir okkur öll Rósa og innilega til hamingju með dótturdótturina!

Miðja