Forsíða Afþreying Ríku kettirnir á Instagram eru komnir til þess að taka yfir internetið!...

Ríku kettirnir á Instagram eru komnir til þess að taka yfir internetið! – MYNDIR

Ef þú býrð ekki í helli hefur þú líklega heyrt getið af herramönnunum Dan Bilzerian og ‘Lunatic Living’ sem eru af sumum kallaðir kóngar Instagram.

Þú getur lesið um þá félaga Hér og Hér.

En þú hefur ekki séð neitt ennþá. Þeir félagar komast nefninlega ekki með tærnar þar sem þessar kisur eru með loppurnar!

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af ‘Ríku köttunum á Instagram’:

Ríku kettirnir á Instagram eru frekar þéttir.


Þeir minna svolítið á drekann Smaug, sem situr um gullið sitt.


Þeir laða að læður með flöskuborðum og peningum.


Og ég ætla að segja alveg eins og er: Harkið er raunverulegt.


Og mottóið þeirra er: „Meow motherfuckers“ …


„Started from the bottom now we here“ – Yfirkisan


Þessi lífsstíll er ekki gefins.


Það þarf að skutla þessum peningum í þvottahúsið.


Ef það er eitthvað sem þeir elska heitar en peninga … þá eru það peningar.


Ríku kettirnir á Instagarm hafa RÁNdýran smekk …


„H8ers gonna H8“


„Ég vaknaði bara svona“.


Og menn þurfa að komast á milli staða.


Þessir kettir eru með peninga á heilanum.


Og það er ekki gefins að líta út eins og milljón dollarar …


En eina vandamálið við að vera svona rík kisa … er að sumar læður vilja þá bara út af peningunum!