Forsíða TREND Rihanna kynþokkafull í nýrri myndatöku fyrir forsíðu V Magazine! – MYNDIR

Rihanna kynþokkafull í nýrri myndatöku fyrir forsíðu V Magazine! – MYNDIR

Það styttist í sumarið hér heima á Íslandi en það er fyrir löngu komið á Austurströnd Bandaríkjanna þar sem Rihanna og ljósmyndarinn knái Steven Klein tóku þessar myndir.

Rihanna er sem áður allt annað en feimin við að sína það sem hún á en hér er hún forsíðufyrirsæta sumarútgáfu „V“ tímaritsins.

RihannaÞað þykir ekki lengur sjokkera að vera í litlum sem engum fötum en Rihanna er hér í bikiní buxum frá Versace.
Rihanna
RihannaRihanna
Rihanna

Og þegar Rihann var spurð hvað hún hafi verið að gera undanfarið ár eða svo hafði hún þetta að segja:

„Margir halda að ég hafi verið í fríi síðustu tvö ár en sannleikurinn er sá að ég hef líklegast aldrei unnið jafn mikið og síðustu 18 mánuði. Ég er að vinna að tveimur nýjum plötum, Ég lék í teiknimynd, ég hef setið fyrir hjá óteljandi tímaritum, ég er að hanna nýja vörulínu fyrir Puma, ég gerði minn eigin dömuilm, ég fór á tónleikaferðalag og auk þess er ég að vinna að nokkrum verkefnum sem ég get ekki sagt frá alveg strax“.

Vá …

RihannaFleiri myndir og viðtöl eru í tímaritinu en það kemur ekki út fyrr en 7. maí næstkomandi.
Miðja