Forsíða Lífið Reykingar á meðgöngu – svona bregst barnið við! MYNDIR

Reykingar á meðgöngu – svona bregst barnið við! MYNDIR

Læknar hafa áratugum saman hvatt konur til að reyja ekki á meðgöngunni en enn eru til konur sem hundsa þær ráðleggingar og reykja samt sem áður.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að efnin í sígarettum eru mjög skaðleg ófæddum börnum og nú hafa nýjar 3D sónar myndir sýnt viðbrögð barns í móðurkviði við reykingum móður.

Efri myndirnar eru af barni þar sem móðirin reykti á meðgöngu en neðri ekki.

Myndirnar sýndu að börn mæðra sem reykja á meðgöngunni eru mikið meira með hendurnar á andlitinu og höfðinu en hin börnin og kenning lækna er sú að þetta sé af völdum vanlíðunar.