Forsíða Lífið Regnbogamyndirnar bara trikk sem Facebook notaði til að gera tilraun á okkur?

Regnbogamyndirnar bara trikk sem Facebook notaði til að gera tilraun á okkur?

Þegar hjónabönd samkynhneigðra voru lögleidd í Bandaríkjunum í síðustu viku greip um sig prófæl mynda æði á Facebook. Flestir notendur settu regnbogalitaðan filter á myndirnar sínar til þess að sýna stuðning sinn við samkynhneigða.

Það er svo sannarlega skemmtilegt að sjá samstöðuna en nú hefur komið á daginn að Facebook var hugsanlega bara að gera smá tilraun á notendum sínum.

Það er þekkt að Facebook gerir annað slagið tilraunir á notendum sínum, 2000px-Hrc_logo_red.svgkannar hvaða auglýsingar hafa mest áhrif á okkur og fylgjast með hegðan okkar á samsiptamiðlinum. Facebook hefur mikinn áhuga á því hvernig hugmyndir berast manna á milli og árið 2013 gerðu þeir veigamikla rannsókn á því hversvegna lógó „The human Rights Campaign“ varð jafn vinsælt og það var á samskiptamiðlinum.

Rannsóknir þeirra hafa sýnt fram á að fólk er mjög líklegt til að breyta prófæl myndum sínum ef vinir þeirra gera það líka. Með því að setja sjálf upp appið sem gerir fólki kleift að setja regnboga filter á myndirnar sínar átti Facebook mjög auðvelt með að fylgjast með því hvernig það dreifðist.

Nú hefur starfsfólk Facebook gefið út að jú vissulega nýttu þau tækifærið og fylgdust með notkun appsins, en þau segja það ekki hafa verið megin tilganginn.