Forsíða Afþreying Réðst á Schwarzenegger upp úr þurru – Arnold gæti ekki verið tjillaðari...

Réðst á Schwarzenegger upp úr þurru – Arnold gæti ekki verið tjillaðari með málið! – MYNDBAND

Arnold Schwarzenegger var í Suður-Afríku á ‘Arnold Classic Afríka’ þegar að að maður réðst á hann upp úr þurru.

Árásarmaðurinn kom hlaupandi, stökk upp í loftið og sparkaði með öllum þunga sínum í bakið á Schwarzenegger.

Þið getið séð árásina í myndböndunum hér fyrir neðan – hér er fyrra myndbandið:

Og seinna myndbandið sýnir árásina frá öðru sjónarhorni:

Fólki finnst ótrúlegt hversu tjillaður Arnold var í kjölfarið á árásinni og hversu lítið hann virtist finna fyrir þessu.

Hann hvetur fólk frekar til að deila frekar myndböndum af ótrúlegu íþróttafólki, eins og þessum unga herramanni hér fyrir neðan, sem að Arnold lítur upp til.

Arnold vill ekki að athyglin sé sett á árásina, heldur að þetta ótrúlega afreksfólk fái sviðsljósið.

Ofan á það þá hyggst Arnold ekki kæra atburðinn og vonar að viðkomandi komi lífi sínu aftur í lag.