Forsíða Hugur og Heilsa Rannveig DÁSAMAR viðbrögð starfsfólks Laugardalslaugar – Fylltist öryggistilfinningu að verða vitni að...

Rannveig DÁSAMAR viðbrögð starfsfólks Laugardalslaugar – Fylltist öryggistilfinningu að verða vitni að þessum vinnubrögðum!

Hún Rannveig Tenchi var ótrúlega ánægð með viðbrögðin hjá starfsfólki Laugardalslaugar þegar að viðvörunarkerfið fór í gang í gufunni.

Einn starfsmaðurinn greip stuðtæki og annar sjúkrakassa og þeir hlupu af stað án þessa að hika í andartak, viðbrögð sem eru greinilega þaulæfð.

Í morgun þegar við Siggi vorum í skiptiklefanum að klæða okkur eftir sundferðina, heyrðum við viðvörunarkerfi Laugardalslaugar fara í gang. Við drifum okkur að komast fram og fljótlega hætti kerfið að hljóða.

Frammi var pabbinn að bíða eftir okkur og sagði mér að það hefði verið magnað að sjá starfsfólkið bregðast við. Ekki eitt augnablikshik kom á þau í afgreiðslunni, heldur stukku þau öll út og að gufunni þaðan sem viðbragðist virðist hafa átt upptök sín. Einn starfsmaðurinn greip stuðtæki og annar sjúkrakassa.
Sem betur fer virðist þetta hafa verið „false alarm“ því sirka 5 mín. seinna vorum þau öll komin aftur fram í afgreiðsluna.
Var, samkvæmt eiginmanninum, augljóst að þessi viðbrögð starfsfólksins voru vel æfð og fylltist hann mikilli öryggistilfinningu að verða vitni að þessum vinnubrögðum!
Ég tek undir með honum 🙂

Svo hér kemur hrós dagsins til starfsfólks Laugardalslaugar fyrir að vera með góð viðbrögð og augljóslega með góða þjálfun á bak við sig sem starfsfólk Laugardalslaugar ❤