Forsíða Hugur og Heilsa Rakel FURÐAR sig á ástandinu rétt fyrir utan Borgarnes – ,,Fannst ég...

Rakel FURÐAR sig á ástandinu rétt fyrir utan Borgarnes – ,,Fannst ég vera komin í óþróað þriðja heims ríki“ – MYNDBAND

Hún Rakel Steinarsdóttir skrifaði þessa opnu færslu á Facebook þar sem hún furðar sig á ástandinu rétt fyrir utan Borgarnes.

Myndböndin hennar fara nú um netið eins og eldur í sinu og það er óhætt að segja að fólki blöskrar það sem það sér.

Til lítils að vera að plokka plast eftir strandlengjunni ef það er svona sem við urðum ruslið okkar. Ég kem alveg af fjöllum, fannst ég vera komin í óþróað þriðja heims ríki þegar ég leit yfir hundruði rúmmetra af sorpi ofaní dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur á Snæfellsnes, þó ekki nema korter frá Borgarnesi, nefnilega á Fíflholti á Mýrum. Fuglinn er auðvitað í þessu en auk þess fýkur þetta um allar Mýrarnar og út á sjó. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Endilega deilið.