Forsíða Hugur og Heilsa Ragnheiður er með SLÁANDI varnaðarorð til stúlkna sem taka pilluna – Þetta...

Ragnheiður er með SLÁANDI varnaðarorð til stúlkna sem taka pilluna – Þetta þurfa allir að vita

Ragnheiður Smáradóttir skrifaði pistil þar sem hún lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra kvenna sem taka pilluna. Áhættan er meiri heldur en marga grunar.

Ragnheiður skrifaði á Facebook-síðu sína sláandi frásögn.

Smá forvarnarpóstur…

Kvenmenn, þið hafið heyrt að það sé hægt að fá blóðtappa af því að nota hormónagetnaðarvarnir eins og pilluna, ekki satt? Það stendur í fylgiseðlum þessara lyfja en einhverra hluta vegna hugsar maður að það komi ekkert fyrir mann sjálfan að maður fái einhvern asnalegan blóðtappa.

En hugsið ykkur svolítið um. Hvað ef? Hvað ef maður fengi blóðtappa bara af því að taka einapillu á hverjum degi? Myndi maður taka svoleiðis pillu? Jú auðvitað tekur maður sénsinn af því að hverjar eru líkurnar á að eitthvað komi fyrir mann sjálfan?? Uuu… engar! Ég hélt það allavega.

Ég fékk blóðtappa í heilann í desember 2014 og er orsökin notkun getnaðarvarpillunnar til nokkurra ára. Í dag er ég með taugasjúkdóm sem heitir helftarvöðvaspennutruflun sem veldur spasma og hreyfitruflunum. Þessi helftarvöðvaspennutruflun orsakast nær alltaf af heila- eða mænuáverka. Í mínu tilfelli olli blóðtappinn í heilanum áverkum sem orsökuðu þetta ástand.

Stundum þarf ég að nota hækjur af því að hægri fóturinn á mér tekur spasmaköst þar sem hamstring vöðvinn og fleiri vöðvar eru í stöðugum herpingi tímunum saman og þá get ég ekki labbað án stoðtækja. Í kjölfarið koma síðan viðbjóðslegir verkir. Stundum fer höndin á mér í svona köst og þá á ég erfitt með að nota höndina og þarf að hafa hana vafna eða í spelku. Hnakkinn á mér er líka góður í þessu, þá kreppast vöðvarnir saman og hausinn á mér festist. Ég tek ógrynni lyfja til að reyna að halda þessu í skefjum en þau virka ekki almennilega. Í dag fékk ég bótox sprautu í hnakkann til að lama vöðvana sem mesti spasminn er í. Ég er búin að vera á bið hjá sérstökum lækni í sirka tvö ár til að láta sprauta bótoxi í fótinn á mér til að lama vöðvana þar.

En að fá blóðtappa bara af því að nota pilluna? Það kemur ekkert fyrir mig! Eða hvað?? Það gæti alveg eins gerst fyrir þig eins og það gerðist fyrir mig.

En sjáið til, maður er alltaf vitur eftir á.

Í guðanna bænum íhugið vandlega hvaða hættum er verið að bjóða heim með að taka þessa litlu ,,saklausu“ pillu á hverjum degi!