Forsíða Bílar og græjur Passið uppá bílnúmerin ykkar kæru Íslendingar – því það er verið að...

Passið uppá bílnúmerin ykkar kæru Íslendingar – því það er verið að stela þeim!

Hún Katla Gunnarsdóttir varaði fólk við því í opna Facebook hópnum ‘Vesturbærinn’ að það er verið að stela bílnúmerum og sagði að þetta sé vaxandi vandamál á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lögreglunni.

Stuttu eftir að hún setti færsluna í hópinn þá sagði hún Ragna Vala einmitt frá því að bílnúmerinu hennar hefði verið stolið.Kæru Vesturbæingar. Núna eigum við á hættu að bílnúmerunum okkar sé stolið. Það gerðist á Hagamelnum rétt hjá Melabúðinni. Lögreglan segir þetta vaxandi vandamál í borginni að þeir sem eru á óskoðuðum bílum nái sér í númer af skoðuðum bílum. Sérstaklega á bílum sem sjaldan eru hreyfðir. Verum vakandi yfir bílum okkar og nágranna okkar.

Miðja