Forsíða Lífið Ottó vaknaði við að ókunnugur strákur var kominn inn til hans –...

Ottó vaknaði við að ókunnugur strákur var kominn inn til hans – „Sorrý, ég hélt ég ætti heima hérna“

1480778_10152419456884948_6976053878708996657_nOttó Gunnarsson átti heldur óskemmtilega lífsreynslu í morgun þegar ókunnugur maður kom inn á heimili hans og Önnu Karenar kærustu hans þar sem þau búa með 7 vikna gamalli dóttur sinni. Frásögnina birti Ottó á Facebook og fengum við góðfúslegt leyfi hans til að deila henni með lesendum.

„Klukkan er 9:20 og litla fjölskyldan er enn upp í rúmi. Heba var eitthvað að tjá sig svo ég var hálf vakandi.
Allt í einu byrjar Ýla varðhundur að sperra sig í rúminu og urrar. Hún heldur áfram að urra og þá heyri ég lágt marr í hjörunum á útihurðinni.
Ég lít fram og sé speglast í myndaramma að það stendur einhver frammi í stofu.

Ég stekk framm á brókinni og sé að þar stendur ungur strákur með derhúfu og horfir vandræðalega á mig. Ég þruma ,,Hvað ert þú að gera??“
Hann brosir vandræðalega, segir sorry á meðan hann klæðir sig í skónna. Ég garga ,,Nei bíddu, hvað ertu að gera!!“ og kem ógnandi nær á brókinni einni fata með brjóstvöðvana spennta. Usain Bolt hefði ekki getað hlaupið hraðar út og hann hvarf mér sjónum.
Ég klæddi mig í rólegheitum, hellti mér upp á kaffibolla og ákvað svo að fara rúnt um hverfið og sjá hvort ég rækist ekki á kauða. Hugsaði honum þegjandi þörfina.

11749742_10153508754989948_1056591676_nÉg var varla búinn að keyra út úr götunni þegar ég fann hann þar sem hann sat niðurlútur á rafmagnskassa.

Ég bremsaði fyrir fr
aman hann, reif upp hurðina, gekk hratt og örugglega að honum með hnefana krepta tilbúinn að ganga hressilega í skrokk á honum.
Ég öskra á hann hvað hann hafi verið að hugsa að fara inn á heimili mitt. Hann lítur upp og horfir á mig og ég sé tárin leka niður kinnarnar á honum. Hann sýgur upp í nefið og segir með ekka á bjagaðri íslensku að hann hafi ekki ætlað að stela neinu. Hann hélt að þetta væri heimili sitt.
Þörfin fyrir að lúskra á honum minnkaði en ég hélt samt áfram að öskra á hann. ,,Þú fórst inn á heimili mitt fíflið þitt, þar sem barnið mitt sefur!“ sagði ég
Hann horfði skelfdur á hnefann á mér sem var enn kreptur og sagði
,,Ég hélt ég ætti heima þarna, ég meiri segja fór úr skónum“
Hann hélt bara áfram að grenja og sagðist hafa verið í partíi í gær og vissi ekkert hvar hann væri einu sinni.

Ég slakaði á hendinni, dró andann djúpt og spurði hvar hann ætti heima. Hann sagði Reykjavík, en loks Breiðholt.
,,Á ég að skutla þér heim?“
,,Ha? Já takk“

Við setjumst inn í bíl og alla leið upp í Breiðholt þruma ég yfir honum hvurslags hálfviti hann væri og hvað hann væri að hugsa.
Hann var víst í einhverju partíi í gær, tók eitthvað dóp sem hann vissi ekki hvað var og rankaði við sér held ég úti í Árbænum glórulaus.
Ég hélt áfram að þruma yfir honum hvað hann væri að hugsa að taka eitthvað dóp og hvort hann vissi að hann væri á góðri leið að vera dópistaræfill niðrí bæ, þangað til hann fór út úr bílnum.

Þegar hann var farinn inn bilaðist ég úr hlátri.
Ég hugsa að við þurfum að vera duglegri við að læsa að okkur. Ég hugsa að þetta hafi kennt honum betri lexíu en smá barsmíðar.“

Miðja