Forsíða Lífið Ótrúleg saga manns sem fæddist með öfugt höfuð!

Ótrúleg saga manns sem fæddist með öfugt höfuð!

Þegar Claudio Vieira de Oliveira fæddist ráðlagði læknir móður hans að gefa honum ekkert að borða heldur svelta hann þar sem hann myndi ekki eiga gott líf.

Móðir hans ákvað eðlilega að fara ekki eftir þeim ráðleggingum og í dag lifir Claudio góðu lífi þrátt fyrir að þjást af sjúkdómi sem heitir „arthrogryposis“

„Ég lít ekki á mig sem fatlaðan, ég er bara venjulegur maður“ segir Claudio sem ferðast núna um heiminn, heldur ræður og hvetur fólk til að lifa hverja stund og kennir að hægt sé að sigrast á öllum hindrunum.

Claudio gaf líka út bókina „O Mundo Está Ao Contrário“ (e. The World Is The Wrong Way Around) og hann hefur fengið vægast sagt mikið hrós fyrir hana.