Forsíða Hugur og Heilsa Ostur er eins og krakk – Hefur áhrif á sömu heilastöðvar og...

Ostur er eins og krakk – Hefur áhrif á sömu heilastöðvar og eiturlyf

Jæja þá er það orðið opinbert fyrir pizzaelskendur, ostahamborgara og já bara alla ostaelskendur.

Þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir að sækjast aftur og aftur í ostinn. Rannsókn sem var framkvæmd af Háskólanum í Michigan hefur leitt í ljós að osturinn er eins og eitulyf fyrir þá sem neyta hans.

Í rannsóknum sínum um fíknir, komust vísindamennirnir að því að pizza er einn mest ávanabinandi matur í heimi – og er það aðallega sökum ostsins sem er ofan á henni.

Osturinn verður ávanabinandi sökum efnis sem heitir kasein – en það finnst í mjólkurvörum – og hefur áhrif á ópíód-móttakarana í heilanum. Ópíód móttakararnir stýra stjórnun á sársauka, verðlaunum og einmitt … fíknum. Og því hefur osturinn sömu virkni á heilann líkt og krakk.

Það er því óþarfi að dæma sig of hart fyrir að geta ekki haldið sig frá ostinum. Hann er bara eins og hver önnur fíkn!