Forsíða Lífið Óskar náði 10 milljón áhorfum síðast – og nú er hann kominn...

Óskar náði 10 milljón áhorfum síðast – og nú er hann kominn með nýtt myndband

1426629_10152114527629276_1366224577_nÓskar Arnarson gerði fyrir ekki margt löngu Youtube myndbandið „Matthew Mcconaughey’s reaction to Star Wars teaser“ og sigraði svo sannarlega internetið. Myndbandið var sýnt í fjölmörgum erlendum sjónvarpsþáttum og naut mikilla vinsælda. Nú hefur Óskar gert nýtt myndband, titlað „Arnold Schwarzenegger Terminator – Just Terminating“ en þar er um að ræða tónlistarmyndband.

Við heyrðum í Óskari sem segir að eftir vinsældir fyrra myndbandsins hafi honum dottið í hug að veita Youtube frekari athygli.

„Er enn að finna tóninn en hef ákveðið að vinna fyrst og fremst með kvikmyndatengt efni á léttum nótum. Ég hafði verið í sambandi við eftirhermu sem nær Arnold Schwarzenegger ótrúlega vel og út frá því fæddist þessi hugmynd.“

Segir Óskar, að vonum ánægður með árangurinn. Aðspurður út í brúðuna sem sést í myndbandinu segist hann hafa fengið systur sína til að útbúa hana.

„Fékk systur mína til þess að útbúa brúðuna og hún fór alveg fram úr mínum væntingum.“

Rakarastofan Barber samdi tónlistina en Óskar sá sjálfur um að skrifa handritið og leikstýra myndbandinu.

Óskar segist að lokum stefna á að gera fleiri myndbönd svo við bíðum spennt!

Óskar öðlaðist heimsfrægð í kjölfar þessa myndbands sem er búið að fá hátt í 10 milljón áhorf á youtube.

Miðja