Forsíða Lífið Örn Árnason skilur ekki mannvonskuna á Vísi – „Bakka upp svona ógeðfelld...

Örn Árnason skilur ekki mannvonskuna á Vísi – „Bakka upp svona ógeðfelld viðhorf“

Hann Örn Árnason á ekki til orð yfir mannvonskuna sem varð til þess að loka þurfti fyrir athugasemdakerfið við frétt Vísis af skotárásinni í Nýja-Sjálandi.

Mikið óskaplega verður maður dapur að sjá svona…þetta er af Vísi…Þeir þurfa að loka á athugasemdakerfið vegna commenta sem eru algjörlega algjörlega á skjön við eitthvað sem mannlegt getur talist. Ómenni má svona fólk kallast sem hugsar og skrifar á þann hátt. 😞

Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi
Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna.

Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla.