Forsíða Lífið „Orðspor Íslands bíður hnekki“ – Erlendir fjölmiðlar fjalla um dólgslæti íslenskra þingmanna

„Orðspor Íslands bíður hnekki“ – Erlendir fjölmiðlar fjalla um dólgslæti íslenskra þingmanna

Erlendir fjölmiðlar hafa nú fjallað um dólgslæti Klausturs þingmannanna sex og það sem vekur mesta furðu er að sami maður og var efst á baugi í Panama hneykslinu hafi verið kosinn aftur á þing. 

Hallgrímur Óskarsson setti inn þessa Facebook færslu eftir að hann sá umfjöllun BBC um málið.

Orðpor Íslands bíður hnekki í breskum fjölmiðlum í dag. Þar er ekki bara fjallað um ljótu orðræðuna heldur einnig sjálfsupphafninguna og vangetuna til að biðjast afsökunnar. Í miðju umfjöllunnar BBC er afsögn Sigmundar Davíðs rifjuð upp og vangaveltur um það af hverju Ísland hafi kosið hann aftur eftir Panama-hneykslið. Tónninn í er þannig að auðvitað ættu allir 6-menningarnir að segja af sér. Það sé eina trúverðuga byrjunin að þrífa húsið og hætta því að sópa skítnum sífellt undir teppið.

Miðja