Forsíða Íþróttir Orðið ljóst hvaða lið spila til úrslita í Gulldeildinni!

Orðið ljóst hvaða lið spila til úrslita í Gulldeildinni!

gulldeildÞá er það komið á hreint hvaða lið spila til úrslita,en 4 liða úrslitin kláruðust í gær þar sem Kf Frómas hafði betur gegn Drekanum 3-0 og Leiknari Fc höfðu betur gegn Eimreiðinni í vítaspyrnukeppni, en leiknum lauk með 4-4 jafntefli þar sem Leiknari höfðu svo betur í vító 3-2.

Úrslitaleikurinn verður spilaður föstudaginn 13 sept kl 20:00, og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja sitt lið!