Forsíða Lífið „Opnaðu ég ætla að ríða þér!“ sagði íslenski þjálfarinn – #METOO sögurnar...

„Opnaðu ég ætla að ríða þér!“ sagði íslenski þjálfarinn – #METOO sögurnar sem íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér

462 íþróttakonur á Íslandi voru að senda frá sér #METOO reynslusögur og það er óhætt að segja að þær séu vægast sagt óhugnarlegar. Í færslunum hér fyrir neðan sjáið þið brot úr nokkrum sögunum, en ef þið viljið lesa þær í heild sinni þá birti Vísir þær allar.

„Opnaðu ég ætla að ríða þér!“

Kvenkyns fararstjóri lenti heldur betur í því í ferð ungmenna sérsambands erlendis þegar þjálfarinn í ferðinni reyndi að brjótast inn í hótelherbergið hennar:

„Af ótta við manninn var ég búin að setja kúst undir hurðarhúninn og færa laus húsgögn í herberginu fyrir hurðina til að komast hjá þeirri heimsókn. Lætin og orðin sem maðurinn hafði við fyrir utan hurðina þegar hann reyndi að brjóta sér ferð inn eru ekki til frásagnar en ásetningur hans var einn „opnaðu ég ætla að ríða þér“.“

A-landsliðsmaður í handbolta nauðgaði 18 ára handboltakonu

„Þessi einstaklingur er og hefur verið í yngri landsliðum upp sinn feril og núna er hann í afrekshópi A-landsliðsins, sem hann var líka þegar að þetta gerðist. Ég er einnig og hef alltaf verið í yngri landsliðunum.“

Nú þarf hún ekki bara að lifa með því sem gerðist, heldur þarf hún einnig að vera í návist hans í íþróttahúsum landsins:

„Ég fæ kvíðakast vitandi að ég þarf að keppa í húsinu sem að hann æfir í og að hann gæti mögulega dæmt 3.flokks leiki hjá mér á móti hans liði. HSÍ hefur verið að byggja upp allt í sambandi við landsliðin, um daginn var haldinn sameiginlegur fyrirlestur fyrir öll landsliðin. Þegar ég labba að stelpunum í mínu landsliði sé ég hann sitja á borðinu við hliðina og hvernig hann horfði á mig. Ég sone-aði út og man lítið sem ekkert eftir þessum 4klst fyrirlestri sem ég sat á.“

„Það er nánast undantekningalaust að þeir karlkyns þjálfarar sem við höfum verið með hafa komið fram á óviðeigandi hátt.“

Ein kvennanna sem opnaði sig um hennar reynslu sagði að þjálfararnir sem komu rétt fram við hana, og þær sem hafa verið að æfa með henni, séu í miklum minnihluta:

„Ég var 16 ára í fyrsta skiptið sem þáverandi þjálfarinn minn káfaði á mér og hvíslaði að mér að ég væri svo ung og stinn og hvað hann væri til í mig. Hann var 15 árum eldri en ég og hélt áfram að þjálfa mig í 3 ár í viðbót. Ég hef aldrei þorað að segja neinum frá þessu og blokkaði þetta bara út. Hann er ennþá að þjálfa stúlkur.“

„Það var ekki nóg að daðra, þukla og vera óviðeigandi heldur þvingaði hann mig í mjög brenglað samband með sér og setti punktinn yfir i-ið með að þvinga sér upp á mig.“

Ein íþróttakonan þurfti að flýja bæjarfélag út af þjálfaranum sínum:

„Það vissu allir sem æfðu með mér hvaða mann hann hafði að geyma en enginn gerði neitt. Enginn sagði neitt. Allir stóðu hjá. Ekki nóg með það heldur voru menn í stjórn keppnisnefndar sem voru virkilega óviðeigandi með framkomu sinni í minn garð. Enda vissu þeir „Hvernig“ stelpa ég var.“

Hún var enn eitt fórnarlambið hans.

Skömmuð af nauðgara sínum fyrir að mæta of seint

Þjálfari einnar konunnar nauðgaði henni fyrir leik hjá þeim:

„Það er leikdagur. Það er sunnudagsmorgun og því engir aðrir í íþróttahúsinu. Ég er ein á fundi með þjálfaranum áður en við áttum allar að funda saman fyrir leikinn. Hann nauðgar mér. Ekki í fyrsta skipti og ekki í síðasta skipti.“

Henni blæddi mikið í kjölfarið og var mjög kvalin og gerði allt sem hún gat til að jafna sig fyrir leikinn á meðan hún hlustaði á liðsfélaga sína í hinum búningsklefanum:

„Ég reyndi bara að bíða eftir því að þessu tæki enda. Ég æli í klósettið og skelf öll. Mér er rosalega kalt. Ég þarf að skipta yfir í keppnisbúninginn en allt liðið mitt er inni í klefa og ég er með blóð á lærunum og stuttbuxunum.“

Þegar hún mætti seint út af þessari hryllilegu atburðarás þá beið þetta eftir henni: „Ég var svo skömmuð af þjálfaranum fyrir að koma einni mínútu of seint á fundinn.“

Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn sagði henni að líta á björtu hliðar þess að hafa verið nauðgað

Ein konan léttist töluvert eftir að henni var nauðgað af þjálfara sínum, því hún átti erfitt með að sofa og borða. Hún sagði tveim landsliðsþjálfurum frá því og uppskar þessi viðbrögð stuttu síðar:

„Nokkrum dögum seinna kom einn aðstoðarlandsliðsþjálfarinn upp að mér og segir við mig að ég ætti að líta á björtu hliðarnar, kannski var gott að mér hafi verið nauðgað því nú væri ég svo grönn.”