Forsíða Lífið „Opið hjónaband gefur mér orku og gerir mig að betri móður“

„Opið hjónaband gefur mér orku og gerir mig að betri móður“

 

Það er að færast í aukana að fólki ákveði að vera í opnum samböndum eða hjónaböndum þar sem báðir aðilar stunda kynlíf með öðrum en makanum.

Margir vilja meina að þetta geri sambandinu gott og geri það jafnvel nánara og betra.

Hjónin Gracie og Oz eru búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Gracie var upprunalega gift manni að nafni Hank og eignaðist með honum tvö börn. Fyrir sex árum ákváðu þau að opna hjónabandið.

Fljótlega flutti Oz inn á heimili þeirra með börnin sín tvö og stuttu síðar kona að nafni Valerie sem var kærasta Hanks.

Í fjögur ár bjuggu þau öll saman, fjórir fullorðnir einstaklingar og fjögur börn.

Fljótlega kom í ljós að Gracie og Oz voru ástfangin og Valerie og Hank ákváðu að fara og búa saman tvö ein.

Gracie og Oz eru enn í opnu hjónabandi og sofa reglulega hjá öðru fólki.

Gracie segir að þetta fyrirkomulag geri sig hamingjusama, kynlífið veiti henni orku og hún sé þannig fær um að vera betri móðir. Börnin hennar vita af fyrirkomulaginu og hún felur ekkert fyrir þeim.

„Ef dóttir mín vill feta í mín fótspor mun ég styðja hana 100%“ segir Gracie að lokum.