Forsíða Bílar og græjur Ölvunaraksturs helgarinnar SJOKKERAR höfuðborgarsvæðið – „Þetta eru svakalegar tölur“

Ölvunaraksturs helgarinnar SJOKKERAR höfuðborgarsvæðið – „Þetta eru svakalegar tölur“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði frá því opnu Facebook færslunni hér fyrir neðan að fjöldinn allur af fólki hefði verið tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur um helgina. 

Miðað við viðbrögðin við færslunni þá kemur þetta fólki heldur betur á óvart og mikil umræða hefur skapast um mikilvægi þess að ná fram viðhorfsbreytingu í þessum málum.

Ofan á það þá má ekki gleyma að þetta er bara fólkið sem var tekið fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur um helgina, við vitum ekki hversu margir voru að því í heildina.

Fjörutíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrjátíu og fjórir voru stöðvaðir í Reykjavík, fimm í Kópavogi, þrír í Mosfellsbæ og tveir í Hafnarfirði. Þrír voru teknir á föstudagskvöld, tuttugu og sex á laugardag, fjórtán á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru þrjátíu og átta karlar á aldrinum 17-61 árs og sex konur, 17-60 ára. Átta þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og sjö hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Í tveimur málanna um helgina voru ökumenn sviptir ökuleyfi til bráðabirgða eftir afskipti lögreglu, en það var vegna ítrekaðra umferðarlagabrota viðkomandi.