Forsíða Lífið Ólafur varar íslenska feður við Snapchat – „Þessi stelpa var stödd í...

Ólafur varar íslenska feður við Snapchat – „Þessi stelpa var stödd í Garðabæ“

Hann Ólafur skrifaði færsluna hér fyrir neðan í lokaða Facebook hópinn ‘Pabbatips’ þar sem hann varar íslenska feður við Snapchat eftir óþægilega upplifun.

Að gefnu tilefni langar mig aðeins til að vara, feður með unglinga á Snapchat, við.

Rétt í þessu var 14 ára gömul stelpa að bæta mér við sem vin á Snapchat (ég er 43 ára), ég þekki hana ekkert og hún ekki mig, en einhverra hluta vegna kom ég upp sem „friend suggestion“ hjá henni og hún sagði mér að hún bætti bara öllum við óháð hvort hún þekkti viðkomandi eða ekki. Þessi stelpa var stödd í Garðabæ, það gat ég einfaldlega séð á kortinu í Snapchat.

Elsku feður, vinsamlegast passið að börn ykkar og unglingar séu ekki random að bætta við ókunnugu fólki á Snapchat. Það því miður getur haft slæmar afleiðingar eins og dæmi hafa svo oft sýnt.

Miðja