Forsíða Lífið Ókunnugur maður reyndi að lokka unga stúlku til sín – Það sem...

Ókunnugur maður reyndi að lokka unga stúlku til sín – Það sem hún gerði er nokkuð magnað!

Allir foreldrar ættu að lesa þetta:

ÞETTA ER SÖNN SAGAgirl

Ókunnugur maður kom að 8 ára gamalli stúlku og bað hana að koma með sér. Hann sagði henni að dálítið hefði komið fyrir og að móðir hennar hafi beðið hann að ná í hana.

Áður en stúlkan gekk til mannsins stöðvaði hún og spurði hann um lykilorðið! Maðurinn varð nokkuð ringlaður við spurninguna og þegar stúlkan sá það, hljóp hún í burtu.

Stúlkan og móðir hennar höfðu komið sér saman um lykilorð ef eitthvað skyldi koma fyrir og einhver annar þyrfti að ná í hana.

Kannski að þetta hafi bjargað lífi stúlkunnar …

Þessi saga hefur ratað í fjölmiðla víðs vegar um heiminn eftir að lögreglan í Chicago sendi frá sér tilkynningu um málið. Kannski að þetta sé eitthvað sem allir foreldrar ættu að nota?