Forsíða Afþreying ÓHUGNANLEG kenning um Phoebe í Friends er að rústa öllu Internetinu!

ÓHUGNANLEG kenning um Phoebe í Friends er að rústa öllu Internetinu!

Um netið hefur gengið kenning sem varðar Phoebe í Friends – og hefur þótt nokkuð óhugnanleg aflesturs.

Hún hljóðar svona:

Þótt vinirnir í Friends hafi allir verið skrýtnir á sinn hátt var Phoebe sú sem var hvað „furðulegust“ – með vafasömustu fortíðina. Og því hefur sprottið upp sú kenning að allt sem gerðist í þáttunum hafi í raun getað verið ímyndun hennar.

Upphafið á þáttunum er því þannig að Phoebe er heimilislaus og ráðvillt stúlka sem er háð eiturlyfjum og atburðarásin í Friends spinnst í höfðinu á henni þar sem hún sér Ross, Rachel, Joey, Chandler og Monica í gegnum rúðuna á Central Perk kaffihúsinu. Að sjá fólk eins og þau njóta félagsskapar hvors annars – fæddi hugmyndir í höfði hennar.

Þessu til sönnunar í sjálfum þáttunum þá var Phoebe auðvitað mjög skrýtin og lét hún alltaf allt snúast um sig. Flestar aðstæður sýndu líka hvernig hún upplifði sig sem utangarðsmanneskju. Það meikar allt sens.

Allar 10 seríurnar voru því bara ímyndun Phoebe, þar sem hana dreymdi að hún væri hluti af vinahópnum – því eina sem hún þráði var að flýja einmanaleikann.

Ef framleiðendur þáttanna hefðu gengið alla leið með þessa útgáfu af Friends hefði lokaatriðið getað verið svona:

Í lokasenunni væri Phoebe að ganga frá Central Perk, með Ross, Rachel, Joey, Chandler og Monica í bakgrunni – að tala um skrýtnu konuna sem hefði starað á þau í gegnum gluggann. Þau eru auðvitað öll með önnur nöfn og aðra persónuleika.

Á leiðinni gengur Phoebe fram hjá húsgagnaverslun og sér spegilmynd sína. Nafn búðarinnar? Ursula.

Loks snýr hún í almenningsgarðinn þar sem hún sefur fyrir framan gosbrunn. Brotinn ljósastraur lýsir á hana þar sem hún leggst niður. Það byrjar að rigna en hún gerir sér skýli úr sex mislitum regnhlífum. Og þannig feidar senan út.

Friends allt ímyndun einnar konu sem þráði ekkert heitar en að flýja einmanaleikann og eiga vini…