Forsíða Lífið Ógnaði börnum með HNÍF í Árbænum – „Synir mínir földu sig hér...

Ógnaði börnum með HNÍF í Árbænum – „Synir mínir földu sig hér og þar þangað til hjálpin kom“

Hún Elsa skrifaði Facebook færsluna hér fyrir neðan í opna Facebook hópinn ‘Árbærinn’ og sagði frá hryllilegu atviki sem synir hennar og fleiri lentu í.

Sem betur fer þá virðist enginn hafa slasast líkamlega, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem einstaklingur í annarlegu ástandi ógnar börnum í Árbænum.


Strákur í annarlegu ástandi elti syni mína og fl hér í Árbæ fyrr í kvöld ,hann var með hníf og ógnaði þeim, þeir létu lögreglu vita og síðast þegar ég vissi var lögregla að leita hans.synir mínir földu sig hér og þar þangað til hjálpin kom.er ég þakklát starfsmanni í kvikk að leyfa þeim að bíða þar…þetta er ekki í fyrsta sinn sem aðili í annarlegu ástandi ógnar börnum hér í hverfinu.vonandi fer lögregla að ná utan um þennan líð sem virðist vera hér í hverfinu.