Forsíða Lífið Ofurölvi drapst í leigubíl – það sem leigubílstjórinn gerði er ótrúlegt! MYND

Ofurölvi drapst í leigubíl – það sem leigubílstjórinn gerði er ótrúlegt! MYND

Bretinn Mike Allison fagnaði afmæli vinar síns rækilega um síðustu helgi. Hann og nokkrir félagar leigðu sér hótel herbergi í Manchester og fóru á djammið. Klukkan 4 um morguninn ákváðu þeir að koma sér heim á hótel. Það vildi þó ekki betur til en svo að Mike missti meðvitund í leigubílnum eftir aðeins of hart djamm. Meðvitundarleysi hans fór alveg fram hjá vinum hans sem gleymdu honum í leigubílnum.

Það var ekki fyrr en leigubílstjórinn var kominn heim til sín og drap á bílnum sem Mike vaknaði. Hann fékk þá að vita að bílstjórinn bjó í úthverfi og farið til baka myndi kosta um 10.000 kall. Hann var ekki til í að borga það en fékk að bíða heima hjá bílstjóranum, fá te-sopa og horfa á sjónvarpið þar til hann var sóttur.

B8u_BVgCUAAIr99

Hann er ekki að vinna hjá strætó þessi leigubílstjóri, það er nokkuð víst…