Forsíða Bílar og græjur Nýtt update á SNAPCHAT: Ert þú komin/n með broskallanna?

Nýtt update á SNAPCHAT: Ert þú komin/n með broskallanna?

Screenshot 2015-04-07 13.38.07

Manstu þegar MySpace var ennþá málið, og fólk raðaði bestu vinum sínum í sérstaka blokk sem kallaðist ‘topp friends’ ?

Nýjasta uppfærslan á Snapchat er nákvæmlega svoleiðis – Nema, smáforritið raðar fyrir þig og það er ekkert sem þú getur gert í því …


 

Fyrirtækið kallar nýju uppfærsluna „The Friend Emojis Feature“. Þessi nýja stilling mun gefa einstaklingum á vinalistanum þínum sérstaka merkimiða – Eða sérstaka broskalla réttara sagt – Eftir því hve oft þú talar við þá.

Aðeins þú munt sjá broskallanna og hvernig vinir þínir eru flokkaðir (nema einhver taki af þér símann auðvitað, þá ertu í vondum málum …).

Aðrar nýjar uppfærslur eru ný myndavélastilling sem gerir þér kleift að taka betri myndir í myrkri og „needs love“ uppfærslan – Sem bendir þér á það ef þú hefur ekki sent einhverjum vini þínum Snapchat í langan tíma.

En hvað þýða allir þessir blessuðu broskallar sem eru (kannski) farnir að poppa upp í Snapchatinu hjá þér?

Þessar myndir útskýra allt sem þú þarft að vita,

Snapchat broskallarnir – Í boði Beyoncé:

Snapchat4-520x476-3

Og ‘needs love’:

IMG_7557-520x307

Lykillinn að nýju brosköllunum:

Screen-Shot-2015-04-06-at-18.08.18-798x310