Forsíða Bílar og græjur Nýtt TRIX fyrir Snapchat: Nú getur þú skrifað eins mikið og þú...

Nýtt TRIX fyrir Snapchat: Nú getur þú skrifað eins mikið og þú vilt á hverri mynd!

Það er fátt meira pirrandi en að þurfa að berjast við takmarkaða stafafjöldann á Snapchat.

Þú varst að taka geggjaða mynd, vilt koma réttum skilaboðum til skila en getur það ómögulega því Snapchat leyfir þér ekki að skrifa fleiri en 35 stafi …

Einhver snillingur er búinn að finna leynitrixið og við ætlum að deila því með þér hér – Og það er jafn auðvelt og „copy/paste“:


 

#1 – Byrjaðu á því að taka mynd

11186386_892897770768144_376113043_n

#2 – Opnaðu ‘Notes’ eða annað textaforrit í símanum þínum og smelltu á „venda“/“return“ takkann til þess að fara niður um nokkrar línur.

Eftir að þú hefur farið niður, haltu þá takkanum inni og fáðu upp þessa valmynd.

11186209_892897790768142_1206281808_n

#3 – Smelltu á „Select All“ til þess að ná allri valmyndinni og kóperaðu síðan allt textaboxið.

11149007_892897794101475_1614399788_n

#4 – Opnaðu Snapchat myndina aftur, smelltu á skjáinn til þess að skrifa og haltu fingrinum niðri.

Þá kemur upp valmöguleikinn að velja „copy“ eða „paste“ – Um leið og þú velur „Paste“ stækkar textaboxið þitt!

11118113_892897797434808_1834299288_n

#5 – Og núna er eitt stærsta lúxusvandamál lífs þíns ÚR SÖGUNNI!

11195526_892897804101474_2061208771_n