Forsíða Bílar og græjur Nýtt og íslenskt app kom út í dag: Eins og Snapchat á...

Nýtt og íslenskt app kom út í dag: Eins og Snapchat á sterum! – Náðu í Watchbox hér!

Screenshot 2015-04-22 16.05.44

Í dag kom út glænýtt íslenskt app sem ber heitið Watchbox. Watchbox er ekki ósvipað My Story eiginleikanum hjá Snapchat en fyrir hópa!

Appið byggir ekki á hefðbundnum vinum eins og þekkist í mörgum smáforritum í dag, heldur geta notendur fylgst með rásum (e. Channels) sem þeim þykja áhugaverð. Notendur pósta stuttum videoum og myndum inná channel sem aðrir fylgjendur geta svo séð.

Screenshot 2015-04-22 16.05.21Með þessu móti geta vinahópar búið til svokallað Channel þar sem eingöngu samþykktir meðlimir geta póstað og séð myndir og video. Að sama skapi geta notendur stofnað Channel sem er bæði opið öllum að skoða og senda inn efni. Að lokum geta svo fyrirtæki eða opinberir hópar, líkt og mið-ísland flokkurinn, búið til channel sem er opið öllum en bara samþykktir meðlimir póstað.

Appið er byggt á reynslu sem hlaust af Snapchat aðgangi sem bar nafnið Vaktin. Þar gat hver sem er sent inn áhugavert efni sem var svo ritskoðað af stofnendum Watchbox og fékk í kjölfarið besta efnið að lifa í 24 klukkustundir á My Story Vaktarinnar.

“Í byrjun Desember ákváðum við að gera hópaðgang á Snapchat í gegnum bakdyr sem við fundum á smáforritinu. Það gerði okkur kleift að sannreyna kenningar okkar, á fljótan hátt, að þörf væri á vöru sem einblíndi á samskipti milli hópa, en ekki einstaklinga,” segir Davíð Örn, framkvæmdastjóri Watchbox.

“Okkur tókst að sannfæra sjálfa okkur um að þarna væri gat í markaðnum. Það var ýmislegt sem kom skemmtilega á óvart í ferlinu, meðal annars hversu gríðarlega vinsæl Vaktin varð. Við fengum 25.000 notendur á fáeinum dögum, sem verður að teljast nokkuð gott, en snjallsímanotendur á aldrinum 16-24 ára eru ekki nema í kringum 30.000 á Íslandi.” bætir Ásgeir Vísir, hönnuður Watchbox, við.

“Þegar Snapchat lokaði aðgangnum fengum við fjölda fyrirspurna um hvernig fólk gæti búið til sína eigin aðganga, líkt og Vaktin var. Það var þá sem við vissum að okkur bæri skylda til að smíða þessa vöru.” segir Davíð að lokum.

Watchbox er frítt og er að finna í App Store fyrir iPhone notendur frá og með deginum í dag!

Skrefin eru einföld:

AppStore -> Leita að „Watchbox“ -> Sækja – > Prófa -> Njóta!

watchbox

watchbox2

 

Þetta er ekki flókið!