Forsíða Afþreying Nýtt myndband og ný plata frá íslensku hljómsveitinni GRINGLO – Tónlistin tæklar...

Nýtt myndband og ný plata frá íslensku hljómsveitinni GRINGLO – Tónlistin tæklar stóru spurningar lífsins! – MYNDBAND

Íslenska hljómsveitin GRINGLO gaf nýverið frá sér EP plötuna „From Source“ á Spotify. Nú er komið tónlistarmyndband við vinsælt lag á plötunni þeirra – Stranger:

GRINGLO er folk-rokk hljómsveit frá Akureyri.

Tónlist þeirra einkennist ýmist af rythmískum slætti á hin ýmsu strengjahljóðfæri, fljótandi melódíum og þýðingarmikilli textagerð sem sækir innblástur sinn í mannleg samskipti, persónulegar reynslur og stóru spurningar lífsins.

Platan „From Source“ er fyrri helmingur af breiðskífu þeirra sem kemur út í heild sinni á næsta ári og er jafnframt fyrsta platan sem sveitin gefur frá sér.

Hljómsveitina skipa þeir Ivan Mendez (söngur og gítar), Guðbjörn Hólm (bassi og bakraddir), Guðjón Jónsson (hljómborð og bakraddir) og Arnar Scheving (Trommur,slagverk og bakraddir).