Nýtt fyrirtæki hefur hannað sérstakan smokk fyrir konur og segir hann gera konum kleift að fá fullnægingu í hvert skipti.

Nýji smokkurinn sem er kallaður VA w.o.w. hefur hjartalaga ‘höfuð’ og titrar. Á smokkinum er síðan svokölluð ‘erm’ sem sér til þess að smokkurinn fari ekki inn í leggöngin.

Smokkafyrirtækið, Ixu LLC frá Michigan í Bandaríkjunum segir að það megi koma smokkinum fyrir í leggöngunum allt að 8 klukkustundum fyrir kynlíf.

A US company has developed a new female condom which it claims can make a woman orgasm every time (pictured centre). The company also makes condoms shaped like spirals (left) or dolphins (right)
„Fólk mun kjósa að nota smokkinn fram yfir hinn venjulega smokk. Fólk mun meira að segja vilja nota smokkinn okkar frekar en að nota engann smokk“.

Í könnun sem náði til 50 kærustupara eða hjóna kom í ljós að 70% kvenna náði fullnægingu í fyrsta skiptið sem VA w.o.w. var prófaður.

Í annaðskipti náðu 84% fullnægingu en sú tala varð 100% eftir að smokkurinn hafði verið prófaður fjórum sinnum.

The condom, called the VA w.o.w., has a heart or star-shaped ring which vibrates and can induce and orgasm
The condom can be inserted up to eight hours before sex and protects against pregnancy and STI

iXu leitar nú að fjárfestum og stefnir á að koma nýja smokkinum á alþjóðlegan markað á næstu 12 mánuðum.

Talsmaður fyrirtækisins segir að fólk muni í framtíðinni kjósa að nota smokkinn frekar en að stunda kynlíf á ‘gamla mátann’.

„100% kvenna munu ná fullnægingu“.

Hugmyndin hefur fengið fjölda verðlauna en smokkurinn er einnig talinn 100% forvörn fyrir kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum.