Forsíða Lífið Nýjar Facebook reglur – ætla að taka enn harðar á nekt!

Nýjar Facebook reglur – ætla að taka enn harðar á nekt!

Facebook reglurnar hljóma svolítið allt of strangar finnst manni stundum. Nú á að banna bera bossa og brjóst kvenna. En bara ef sést í geirvörtuna (svo mikið fyrir „Free The Nipple herferðina)

Í nýju reglunum á einnig að taka harðar á síðum hættulegra samtaka og myndum sem sýna sjálfsskaða, net einelti og árásum á þekkta einstaklinga. Jafnframt er allt sem tengist kynferðisofbeldi og glæpum bannað.

Eigendur Facebook segjast vilja búa til heim þar sem þarf ekki að vera mikið af reglum, heldur komi fólk fram við hvert annað af virðingu.

Er það ekki líka best þannig?