Forsíða Afþreying Nýi FIFA 16 leikurinn býður upp á sögulega nýjung! MYNDIR

Nýi FIFA 16 leikurinn býður upp á sögulega nýjung! MYNDIR

EA Sports hafa tilkynnt nýjung sem boðið verður upp á í FIFA 16 og það má með sanni segja að hér séu á ferðinni sögulegar fréttir.

Í fyrsta sinn verður hægt að spila kvenna lið. Hægt verður að velja um 12 alþjóleg lið. Stjörnur eins og Abby Wambach, Megan Rapinoe, Alex Morgan og Sydney Le Roux verða allar í leiknum.

„Allt liðið er spennt að vera í FIFA 16. Þetta er spennandi ár fyrir kvennaboltann, bæði er heimsmeistara keppnin framundan og síðan fáum við þær góðu fréttir að við fáum að vera með í nýjustu útgáfu FIFA. Að fá að vera með fyrstu kvennkyns fótboltamönnunum í leiknum er eitthvað sem við getum alltaf litið til baka á og verið stoltar af. Vonandi styrkir það kvennadeildirnar og vekur áhuga fólks á þeim. Margar okkar spila FIFA svo það eiga án efa eftir að skapast hressandi rifrildi yfir því hvernig við erum „reitaðar“ í leiknum. Ég hlakka til að skora sem ég sjálf í fyrsta sinn!“ – Steph Houghton fyrirliði Enska landsliðsins.

Miðja