Forsíða Hugur og Heilsa Ný rannsókn sýnir að fyndnir karlmenn eru oftast betri í rúminu

Ný rannsókn sýnir að fyndnir karlmenn eru oftast betri í rúminu

bruce-almighty_t3o1eiFrábærar fréttir fyrir húmoristanna sem eru að lesa þetta: Samkvæmt vísindunum ert ÞÚ betri í bólinu en meðaljóninn í kringum þig …

Og það er allt saman sannað af vísindamönnum: Samkvæmt nýrri rannsókn frá Albany Háskólanum í New York kemur fram að konur eru líklegri til þess að vilja eiga samráð við mann sem kemur henni til þess að hlæja. Hún er auk þess líklegri til þess að njóta þess oftar, vilja njóta þess enn oftar og njóta þess meira líkamlega.

Konur eru líklegri til þess að finnast þær öruggar og skuldbundnar karlmanni ef hann veit nákvæmlega hvernig hann getur komið henni til þess að hlæja.

Í stuttu máli: Fyndnir karlmenn = bestu makarnir.

Mannfræðingurinn Gil Greengross sagði þetta í viðtali við tímaritið ‘Psychology Today‘ í gær:

„MANNESKJUR MEÐ GOTT SKOPSKYN ERU AÐLAÐANDI SEM MAKAR OG ERU LÍKLEGRI TIL ÞESS AÐ FJÖLGA SÉR.

ÞETTA ER SÉRSTAKLEGA SATT ÞEGAR KEMUR AÐ KARLMÖNNUM SEM NOTA HÚMOR TIL ÞESS AÐ LAÐA AÐ SÉR MAKA. HÚMOR ER EINN AF EFTIRSÓKNARVERÐUSTU EIGINLEIKUM KARLA AÐ MATI KVENMANNA ÞEGAR ÞÆR VELJA SÉR MAKA“.

Þessi rannsókn náði hins vegar aðeins til nemenda í háskólum, svo hún er kannski ekki hárnákvæm fyrir allt kvenfólk í heild. En að mínu mati þá á þetta líklega góðan rétt á sér!

Konur vilja hlæja – Og það er fátt kynþokkafyllra en karlmaður sem veit nákvæmlega hvernig á að fá þig til þess að skella upp úr!