Forsíða Lífið Ný rannsókn: Klám hefur ekki neikvæð áhrif á getu karlmanna í rúminu

Ný rannsókn: Klám hefur ekki neikvæð áhrif á getu karlmanna í rúminu

Því hefur lengi verið haldið fram að klám-áhorf karla hafi neikvæð áhrif á getu þeirra í rúminu. Þá er aðallega verið að tala um getuna til að klára málin, en margur hefur viljað meina að þeir séu orðnir svo dofnir af öllu klám-áhorfinu að raunveruleikinn sé hreinlega ekki nógu spennandi fyrir þá lengur.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa sýnt fram á að þetta stenst ekki vísindalega skoðun. Rannsóknir sem framkvæmdar voru af UCLA sýna að klámáhorf hefur ekki áhrif á frammistöðu megin þorra karla.

Hópur karla sem sagðist horfa á mikið klám var látinn horfa á myndband þar sem samfarir áttu sér stað. (en ekkert annað sem gjarnan vill gerast í klámi) Og það var nóg fyrir þá flesta. Það kom líka í ljós í rannsókninni að því meira klám sem þátttakandi horfði á því meira langaði hann til að stunda kynlíf!