Forsíða Bílar og græjur Ný og byltingarkennd snjallsímarafhlaða – Nú tekur aðeins mínútu að hlaða símann!

Ný og byltingarkennd snjallsímarafhlaða – Nú tekur aðeins mínútu að hlaða símann!

Sá tími mun vonandi koma sem Apple notendur munu fagna rafhlöðunni á símanum sínum – En biðin gæti orðið styttri en marga grunar …

Nokkrir snillingar í Standford Háskólanum hafa mögulega fundið lausn á einu stærsta lúxusvandamáli sögunnar sem er að sjálfsögðu stutt rafhlöðuending í snjallsímum.

Vísindamennirnir hafa þróað endurhlaðanleg álbatterí sem gætu breytt tækninni endanlega:

Á meðan venjulegar rafhlöður í dag byrja að hraka verulega í getu eftir um það bil 1000 hleðslur getur þessi nýja frumgerð verið hlaðin í 7500 skipti áður en hún byrjar að missa getuna til að halda hleðslu.
Við bíðum sem sagt spennt!