Forsíða Lífið Nú er verið að EIGA VIÐ hjólin hjá börnunum okkar – „Ég...

Nú er verið að EIGA VIÐ hjólin hjá börnunum okkar – „Ég þakka fyrir að hann hafi ekki slasað sig“

Hún Aðalheiður Millý setti þessa færslu í Facebook hópinn „Vellirnir mínir“ þar sem hún vildi athuga hvort að aðrir hefðu lent í því sama og 7 ára strákurinn hennar.

Miðað við svörin þá er þetta eitthvað sem þarf að láta börnin vita af og ræða í skólum, því þetta er ekki bara að gerast í Hafnarfirðinum.

Sæl verið þið. Hefur einhver hérna lent í að það sé búið að eiga við hjólin hjá börnunum ykkar?
7 ára sonur minn lenti í því í gær að losaðar voru gjarðirnar á báðum dekkjum á hjólinu hans. Hann fór á því í skólann í gærmorgun en það var búið að losa það þegar hann var að fara heim. Ég þakka fyrir að hann hafi ekki slasað sig á hjólinu.