Forsíða TREND Notaði hársprey til þess að fá varir eins og Kylie Jenner –...

Notaði hársprey til þess að fá varir eins og Kylie Jenner – Það virkaði svona vel … – MYND

Svo virðist vera sem varirnar á hinni ungu Kylie Jenner séu það eftirsóttasta af öllu þessa daganna. Þrátt fyrir það virðist engin geta hermt eftir þessum fallegu vörum – Og Gail Scott komst að því … á erfiða mátann.

Í grein frá Daily Mail kemur fram að Gail Scott sem vinnur sem baðfatafyrirsæta í hlutastarfi hafi verið þreytt á því að safna fyrir varastækkun og ákveðið að prófa skyndilausn áður en hún fór út á lífið.

Það sem hún gerði (og gerir vonandi aldrei aftur) var að setja lok af hárspreyi yfir varirnar á sér og svo saug hún af öllum kröftum!

Og já … hún gerði þetta í fimm mínútur.

Því miður þegar hin enska Scott tók lokið af sér blasti við eitthvað allt annað en hún átti von á. Varirnar voru ekki þrýstnar og fallegar heldur útblásnar og ljótar. Nokkrum mínútum síðar tóku svo að myndast dökkblá sár sem líkjast marblettum.

Hún sagði í viðtali við Daily Mail að nú væri frekar eins og hún hefði verið kýld á munninn.

Twitter


„Ég hélt að ég væri að spara mér pening en það hefur kostað mig meira í snyrtivörum að farða yfir þetta síðustu daga“.

Facebook


Hún vildi einnig koma skilaboðunum áleiðis til fleiri stúlkna að reyna ekki þessa aðgerð.

 Twitter


„Ég vill að aðrar konur viti af þessu svo þær geri ekki sömu mistök“.

Twitter


„Ég var bara heppin að ekki færi verr“.

Twitter


Er Kylie Jenner búin að gera allt vitlaust?

Facebook

Miðja