Forsíða Afþreying Nei þú trúir þessu ekki UMDEILDI Bachelorinn er á leiðinni til Íslands...

Nei þú trúir þessu ekki UMDEILDI Bachelorinn er á leiðinni til Íslands með kærustunni!

Ófáir Íslendingar elska The Bachelor og njóta þættirnir sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum.

Nýjasta þáttaröðin var sú ótrúlegasta hingað til – því Bachelorinn Arie Luyendyk bað Beccu Kufrin í lokaþættinum – og tilkynnti Lauren B að hún hefði ekki orðið fyrir valinu. En þær tvær stóðu eftir.

Eftir þáttinn gerðist nokkuð sem aldrei hefur gerst í sögu þáttanna. Arie og Becca hefja samband sitt, en þá hefur lokaþátturinn í þáttaröðinni ekki verið sýndur í bandarísku sjónvarpi.

Allt í einu fær Arie bakþanka og tekur þá ákvörðun að slíta sambandi sínu og Becca. Í lokaþættinum fer kappinn síðan á skeljarnar í beinni útsendingu og biður Lauren B um að giftast sér.

Algjör viðsnúningur hjá þessum kappanum og varð hann mjög umdeildur hjá bandarísku þjóðinni. Nú þegar er talað um óvinsælasta piparsveininn í sögu þáttanna.

Kappinn mætti ásamt Lauren í spjallþátt Jimmy Kimmel þar sem þau ræddu þáttinn og framtíðina.

Í þessu Facebook-innslagi – kom þó í ljós að hann er á leiðinni til Íslands í frí með henni.Þannig við getum átt von á því að sjá þetta góða par spígspora hér um götur.

Miðja