Forsíða Lífið Náði myndbandi af konunni sem var bjargað af þyrlu úr fjörunni við...

Náði myndbandi af konunni sem var bjargað af þyrlu úr fjörunni við Þorlákshöfn

Til­kynn­ing barst um að fólk væri í sjón­um rétt utan við Þor­láks­höfn um há­deg­is­bilið í dag og voru björg­un­ar­sveit­ir í Árnes­sýslu kallaðar út í kjöl­farið. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vett­vang upp úr klukk­an 12. Einn ein­stak­ling­ur var slasaður í fjör­unni neðan við háa kletta og mik­il ís­ing á vett­vangi.

Hér á myndbandinu að neðan má sjá björg­un­ar­sveitar­fólk hífa hinn slasaða upp um borð í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar um klukk­an eitt.

Í fyrstu var talið að ann­ar aðili væri í sjón­um og voru bjög­un­ar­bát­ar sett­ir á flot og hófu strax leit, einnig voru kallaðir út fleiri björg­un­ar­bát­ar frá Suður­nesj­um ásamt leit­ar­hóp­um frá höfuðborg­ar­svæðinu. Það fékkst svo staðfest að enginn annar væri í sjónum.