Forsíða Lífið Myglusveppur setur mann á götuna í GARÐABÆ – Vilhjálmur aðframkominn af kvíða...

Myglusveppur setur mann á götuna í GARÐABÆ – Vilhjálmur aðframkominn af kvíða og vanlíðan! – MYND

Hann Vilhjálmur Karl Haraldsson deildi þessari færslu og mynd með á Facebook þar sem hann segir frá því að risastór myglusveppur hafi sett hann á götuna. 

Hann er aðframkominn af kvíða og vanlíðan. Vonandi sjá yfirvöld í Garðabæ þetta sem fyrst og kippa þessu samstundis í lag:


,,Svona kemur Garðabær fram við mig. Ég glími við ofsakvíða, víðáttufælni og undirliggjandi hjartagalla. Ég bý í félagslegri íbúð á vegum bæjarins. Þessi mynd er tekin úr svefnherberginu mínu, af risavöxnum myglusvepp. Frá því í febrúar hef ég verið á “götunni”, eftir mikinn raka og myglu í húsinu. Enn bíð ég eftir úrlausn frá Garðabæ á mínum málum.

Hversu lengi þarf ég að bíða eftir úrlausn minna mála? Ég er aðframkominn af kvíða og vanlíðan. Hjálp!“

Miðja