Forsíða Lífið ,,Munt þú taka við peningum frá hagsmunasamtökum byssueigenda?“ – Þingmaðurinn GAT EKKI...

,,Munt þú taka við peningum frá hagsmunasamtökum byssueigenda?“ – Þingmaðurinn GAT EKKI svarað spurningunni – MYNDBAND

Þessi nemandi lifði af skotárásina í Flórída sem varð 17 manns að bana – og nú vill hann fá staðfestingu frá Marco Rubio, þingmanni Flórída, að hann muni ekki taka við pening frá NRA (National Rifle Association) í kostningarsjóð sinn.

NRA, sem eru hagsmunasamtök byssueigenda, hafa barist gegn öllum mögulegum takmörkunum á byssueign Bandaríkjamanna, meira að segja því sem þessir nemendur eru að berjast fyrir: Að það sé ólöglegt fyrir almennan borgara að kaupa árásarrifil, vopn sem voru sérhönnuð fyrir hermenn.

Marco Rubio gat ekki sagt nei, sama hversu oft hann var spurður, og smeygði sér alltaf út úr spurningunni. Hérna er myndbandið: