Forsíða Lífið Moldvarpa sat pikkföst og grátbað gangandi vegfarendur um hjálp – MYNDIR

Moldvarpa sat pikkföst og grátbað gangandi vegfarendur um hjálp – MYNDIR

Moldvörpur eru alveg mögnuð dýr. Þær lifa neðanjarðar, eru nokkurn veginn blindar og nota þefskynið til að rata leiða sinna um göng sem þær grafa sér og búa í.

Það getur þó komið fyrir að þær að lenda í smá klúðri, eins og reyndar kemur fyrir okkur öll annað slagið.

Þessi moldvarpa var að eiga einstaklega erfiðan dag, en hún hafði misreiknað stærðina á holu í malbiki og haldið að hún kæmist þar upp og sat pikkföst.

Kona nokkur sem var í gönguferð með hundinn sinn gekk fram á moldvörpuna sem horfði upp til hennar og veifaði framfótunum líkt og hún væri að reyna að vekja athygli á veseninu sem hún væri í.

Konan, sem var hálf ráðalaus með það hvernig hún ætti að ná greyinu upp, segir að moldvarpan hafi „juggað“ sér til hliðana þar til hún á endanum losaði sig af sjálfsdáðum.

Moldvarpan hljóp að lokum út í runna og hefur án efa þagað yfir þessari neyðarlegu lífsreynslu þegar hún kom til baka í göngin sín.