Forsíða Húmor Móðir sendi son sinn í skólann með kynlífsrollu – Átti að nota...

Móðir sendi son sinn í skólann með kynlífsrollu – Átti að nota kindina í leikriti um fæðingu Jesú! – MYNDIR

Hinn 5 ára gamli Alfie Cox mætti glaður í skólann með fjárhirða búninginn sinn og kindina sem mamma hans hafði keypt fyrir hann – Alfie var nefnilega að fara leika í sögunni um fæðingu Jesú í skólanum sínum.

En svipurinn á Alfie þegar hann kom heim var einstaklega skrýtinn því að kennarinn hans hafði sagt honum að fara heim kindina hans og koma ekki aftur með hana.

Móðir hans blés dúkkuna upp til að skoða hana og fékk hálfgert sjokk þegar hún sá að kindin var með rauðar varir, augabrúnir og gat á rassinum. Kindin hafði óvænt fylgt með fjárhirðabúningnum sem hún hafði keypt fyrir Alfie, svo hún hafði ekki skoðað hana mikið.

Hún fór aftur á netið þar sem hún keypti vöruna og komst að því að þegar dúkkan er seld sér þá er hún titluð sem kynlífsrolla, með „ánægjulegt bakdyragat“ og auglýst sem hin fullkomna grín gjöf.

Hún sagði því Alfie að hann gæti ekki átt dúkkuna lengur, en sama hvað hún reyndi að útskýra þetta fyrir honum – án þess samt að segja honum raunverulegu ástæðuna – þá vildi hann ekki sleppa kindinni sinni, sem er nýja uppáhalds leikfangið hans.

„Hann er örugglega uppi akkúrat núna að setja Lego kubba í gatið.“ sagði Helen Cox móðir hans. Hún ætlar sér samt að stela kindinni af honum við fyrsta tækifæri.

Mynduð þið leyfa honum að eiga kynlífsrolluna?

Miðja