Forsíða Íþróttir Milla er aðeins 9 ára gömul og líklega HRAUSTASTA stúlka í heimi!...

Milla er aðeins 9 ára gömul og líklega HRAUSTASTA stúlka í heimi! – MYNDIR

Milla Bizzotto er ekki þessi venjulega stúlka sem maður sæi fyrir sér í herþjálfun – en hún er 9 ára gömul og 24 kíló.

Það breytir því ekki að nýlega varð hún yngsta manneskja sem hefur klárað 24 tíma froskahopps þrautabrautina – en hún er hönnuð til að gera próf á hermönnum.

„Ég vil hvetja fólk til að leggja rækt við líkama sinn, borða hollt og elska hann“ sagði Milla.

Milla sem var áður lögð í einelti hefur snúið við blaðinu – og hefur æft með föður sínum sem á líkamsræktarstöð til að verða ein hraustasta 9 ára stúlka heims.

„Ég hef aldrei verið með neinn þrýsting á hana“ sagði faðir hennar. „En hún hefur verið ótrúleg að vilja bara æfa og verið þvílíkt skipulögð og öguð.“