Forsíða Umfjallanir Menn.is gefur nokkrum heppnum miða á nýju Entourage kvikmyndina!

Menn.is gefur nokkrum heppnum miða á nýju Entourage kvikmyndina!

Hver man ekki eftir hinum feikivinsælu sjónvarpsþáttum Entourage?

Myndin er byggð á þeim en þeir nutu mikilla vinsælda á árunum 2004-2011.

Allir aðalleikarar þáttanna snúa aftur í myndinni auk nokkurra annarra sem komið hafa við sögu, þar á meðal Marks Wahlberg, en hann var einnig einn af framleiðendum þáttanna og er líka einn af framleiðendum myndarinnar.
Í myndinni heldur leikarinn Vincent Chase áfram að feta metorðastigann og er nú kominn til Los Angeles, dyggilega studdur af hinum sauðtryggu vinum sínum, þeim Eric, Turtle og Johnny ásamt ofurumboðsmanninum Ara Gold sem nú er orðinn kvikmyndaframleiðandi í Hollywood.

Við ætlum að sjálfsögðu að gefa nokkrum heppnum miða á þessa skemmtilegu mynd! Kommentaðu á póstinn á Facebook síðu menn.is og þú gætir dottið í lukkupottinn!

Miðja