Forsíða Hugur og Heilsa Megan var 28kg og næstum dáin – Í dag er hún stolt...

Megan var 28kg og næstum dáin – Í dag er hún stolt af appelsínuhúðinni! – MYNDIR

Megan Jayne er 22 ára gömul bresk stúlka. Þegar hún var 14 ára gömul var hún greind með anorexíu og var þá 28 kíló.

Megan hafði verið með ranghugmyndir um eigin líkamsímynd allt frá fimm ára aldri.

Stuttu eftir greininguna þega hún var 14 ára var hún send í sérstakar sumarbúðir þar sem henni var veitt sálfræði aðstoð en í lok sumars var hún lögð inn á spítala þar sem læknar tilkynntu henni að hún ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar.

Mat var dælt ofan í hana í gegnum slöngu og hún látin liggja í rúminu vikum saman.

En Megan lifði af og í 5 ár hélt hún sér gangandi með megrunarkúrum og sjúkdómurinn var alltaf til staðar.

Hún segist síðan hafa fengið hugljómun og áttað sig á því að sjúkdómurinn væri að verða búinn að eyðileggja líf sitt.

Hún fór að borða sem aldrei fyrr og segist í dag elska líkama sinn eins og hann er.

Hún ákvað að deila þessum myndum af sér í þeirri von að það geti hjálpað öðrum sem eru að kljóst við lélega sjálfsmynd.