Forsíða Hugur og Heilsa Mega kennarar í framhaldsskólum kæra nemendur með tóbak í vörinni?

Mega kennarar í framhaldsskólum kæra nemendur með tóbak í vörinni?

Árið 2012 var tóbak bannað í öllum framhaldsskólum landsins.

Samkvæmt vef landlæknis segir,

„Heilsufar og menntun eru nátengd fyrirbæri, enda ræður heilsa nemanda miklu um hvort hann kemst í skóla og hvernig honum gengur að læra“.

Og um tóbak almennt,

„Í tóbakslausu skólaumhverfi er lögð áhersla á að tóbaksnotkun og reykingar séu hvorki hefðbundin hegðun né til eftirbreytni. Áhrifamáttur fyrirmynda er mikill; Það er útbreiddur misskilningur meðal ungs fólks að ,,allir geri þetta“ og að tóbaksnotkun sé þar af leiðandi viðurkennd af samfélaginu. Það eitt að hafa ekki reykingar eða munntóbak fyrir augunum minnkar verulega líkurnar á að ungt fólk fikti við að reykja og nota tóbak“.

Árni Kristgeirsson, nemandi í Fjölbrautarskóla Suðurnesja deildi þessum pósti á Fésbókina fyrr í dag:

sjomli

Í kjölfarið skapaðist heit umræða á samskiptamiðlinum: Var Árni kærður fyrir að vera með í vörinni í kennslustund? Má það? Og á tóbaksneysla rétt á sér yfir höfuð?

Menn.is fengu Árna í stutt spjall en hann sagðist vita að tóbaksneysla væri bönnuð í skólanum, líkt og í öðrum framhaldsskólum.

„Sko þetta var svona, kennarinn sagði mér að losa og ég bara: „nei, ætla ekki að losa“ og hann eitthvað spurði hvað ég héti og ég sagði að ég heiti Kristnundur og hann var ekki alveg að kaupa það og svo kemur hann aftur upp að mér og segir: „Árni losa núna, ég er búin að kæra þetta“.

Og svo bætti Árni við,

„Mér finnst bara skrítið af hverju i ósköpunum sagði hann ég er búinn að kæra þetta, eins og það sé eh fyndið …“

En ætlaru að hætta að taka í vörina eftir þetta?

„Sko ég er að reyna hætta taka i vörina,“ segir Árni og hlær, „Það gengur bara doldið hægt hjá mér. Þetta er svo mikil peningasóun og ég bara er svona eiginlega ekki að nenna þessu“.

En þú tekur kannski ekki mikið í vörina í skólanum eftir þetta?

Haha ég held ekki, er eg að nenna hafa þennan kennara fast utan i mér alltaf einhvað, „LOSA“ … Já veistu, Sleppi því frekar,“ sagði Árni að lokum, mögulega hættur að nota tóbak.