Forsíða Lífið „Með því að photoshoppa konuna mína tókstu burtu minningar okkar“

„Með því að photoshoppa konuna mína tókstu burtu minningar okkar“

Image result for photoshop before and afterLjósmyndarinn Victoria Halton á ljósmyndastofuna „Victoria Caroline Photography“ í Texas og barst henni þetta bréf frá eiginmanni konu sem hún tók myndir af. Hún var svo snortin af bréfinu að hún fékk leyfi mannsins til þess að birta það, með því skilyrði að nöfn þeirra hjóna kæmu ekki fram.

„Sæl Victoria. Ég er eiginmaður —-.

Ég ákvað að skrifa þér eftir að ég fékk myndaalbúm nýlega með myndum sem þú tókst af konunni minni. Ég vil ekki að þú haldir að ég sé á nokkurn hátt reiður þér… en ég er með smáábendingu sem mig langar til að deila með þér.

Ég hef verið með konunni minni síðan við vorum 18 ára gömul og við eigum tvö falleg börn. Við höfum átt okkar hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held… reyndar VEIT ég að konan mín kom til þín í myndatöku til þess að krydda aðeins upp á samlífið hjá okkur. Hún kvartar stundum yfir því að mér geti ekki fundist hún aðlaðandi lengur og að hún búist við því hvað úr hverju að ég finni mér einhverja yngri.

Þegar ég opnaði myndaalbúmið sem hún gaf mér fylltist ég sorg. Þessar myndir… þó þær séu fallegar og þú sért greinilega góður ljósmyndari, þær eru ekki konan mín. Þú lést hvern og einn einasta „galla“ hennar hverfa…. og þó ég sé þess fullviss að það sé nákvæmlega það sem hún bað þig um, þá hurfu með þeim allt sem gerir líf okkar að því sem það er.

Þegar þú tókst í burtu slitin á maganum tókstu burtu merkin um börnin okkar tvö. Þegar þú tókst burtu broshrukkurnar tókstu líka tvo áratugi af hlátri og áhyggjum okkar. Þegar þú tókst í burtu appelsínuhúðina tókstu burtu ástríðu hennar á bakstri og öll sætindin sem við höfum notið saman síðustu 20 árin.

Ég er ekki að segja þér þetta allt til þess að láta þér líða illa. Þúert bara að vinna vinnuna þína og ég skil það. Ég er að skrifa þér til þess að þakka þér. Þegar ég sá þessar myndir áttaði ég mig á því að ég er ekki nógu duglegur að segja konunni minni að ég elski hana og dái eins og hún er. Hún heyrir það svo sjaldan að hún hélt að ég vildi að hún liti út eins og hún gerir á þessum photoshoppuðu myndum. Ég þarf að standa mig betur og mun gera það héðan í frá. Takk fyrir að minna mig á það.

Kveðja —–„