Forsíða Bílar og græjur Með skilaboð til konunnar sem keyrði yfir á rauðu á Hringbraut –...

Með skilaboð til konunnar sem keyrði yfir á rauðu á Hringbraut – ,,Var að labba með 4ra ára dóttur mína í leikskólann“

Hann var að ganga með dóttur sinni í leikskólann þegar hann kom að Hringbraut – þá fór hún yfir á rauðu.

Mikael er með skilaboð til konunnar – og svo í lokin, til allra ökumanna.

Til konunnar sem keyrði yfir á rauðu á Hringbraut í morgun: Var virkilega síminn það spennandi að þú nenntir ekki að fylgjast með umferðarljósum eins og allir hinir ökumennirnir í kringum þig? Ég var að labba með 4ra ára dóttur mína í leikskólann, það var komið grænt ljós fyrir okkur, og við vorum að fara að taka fyrstu skrefin yfir götuna þegar ég varð vitni að þessari hættulegu hegðun. Elsku ökumenn, þið getið skoðað símann ykkar næstum hvar sem er í dag – en getum við sleppt því að láta þessa tækni trufla okkur í umferðinni?