Forsíða Lífið Matthew vaknar ALLTAF þunnur þó hann sé bindindismaður!

Matthew vaknar ALLTAF þunnur þó hann sé bindindismaður!

Hver hefur ekki lent í því að fá sér of mikið neðan í því og lenda á random djammi á virkum degi. Það er oft alveg hrikalega gaman – en vinnudagurinn daginn eftir er frekar átakanlegur!

Ímyndaðu þér nú að ALLIR dagar væru slíkir þynnkudagar, þó svo að þú hefðir farið að sofa klukkan 23 kvöldið áður og ekki smakkað dropa af áfengi…

…þannig er líf Bretans Matthew Hogg. Í æsku var hann talinn alger villingur og hagaði sér oft á tíðum undarlega í skólanum en þó aðallega eftir máltíðir.

Það var ekki fyrr en hann var orðinn tvítugur sem læknar komust loksins að því hvað amaði að honum.

Í stuttu máli er Matthew sín eigin bruggverksmiðja. Ef hann borðar mat sem inniheldur mikið af sterkju, sykri eða geri býr líkami hans til alkóhól sem veldur því að hann verður drukkinn.

Mathew drekkur eðlilega ekki áfengi og þarf að passa gríðarlega upp á heilsuna en hann á það á hættu að deyja úr áfengiseitrun ef hann borðar ekki rétt.

Hann segist borða nær einungis fisk, kjöt og grænmeti til að halda heilsu.

Hann má ekki einu sinni borða þynnkumat því þá yrði hann bara fullur aftur!